sunnudagur, desember 30, 2007
sunnudagur, október 07, 2007
Hvaða myndir unnu á RIFF?
Furðulegt, lokahófið og verðlaunaafhendingin var í gær en bara er búið að tilkynna opinberlega um verðlaun kirkjunnar. Var engum blaðamönnum boðið á viðburðinn, eru allir svo þunnir í dag að þeir hafa ekki rænu á að deila með gestum hátíðarinnar niðurstöðunum. Svo voru áhorfendaverðlaun veitt en mér leikur forvitni á að vita hvaða áhorfendur fengu að kjósa, ekki ég a.m.k. og ég fór á 23 myndir. Annars er ég mjög ánægð með herlegheitin, vildi óska að ég hefði getað séð enn fleiri myndir, þetta eru búnir að vera yndislegir 10 dagar, verst hvað ég hef vanrækt allt annað á meðan. Ég verð að bæta Nóa upp fyrir sinnuleysið á komandi vikum og vera extra dugleg að mæta í leikfimi. Svo þarf ég að setja alla umframorku í lokaritgerðina mína núna, þetta hangs gengur ekki lengur, forgangsröðun er efst á dagskrá :)
þriðjudagur, september 25, 2007
uppfært riff
ég datt aðeins aftur í dagskránna og nú er ég komin með meiri plön. Mér sýnist ég þurfa að útbúa mér nesti alla hátíðina því ég sé næstum tvær myndir upp á hvern dag. jippý
mánudagur, september 24, 2007
RIFF
jei riff er að hefjast. Ég rétt gluggaði í dagskránna og valdi 14 myndir sem heilluðu mest við fyrsta lestur. Ég hef víst ekki tíma í meira gláp en það. Það var svoldið maus að púsla saman stundaskrá en það hófst. Ég er búin að plata Anton til að koma með mér á nokkrar myndir og mamma fær heiðurinn af því að fara með mér á aðrar en ég hef lúmskan grun um að ég fari ein að sjá sumar. Alla síðustu viku hélt ég upp á afmælið mitt en næsta hálfan mánuðinn sukka ég í kvikmyndaveislu, ekki amalegt :)
laugardagur, september 08, 2007
útópía Hjördísar
Ég er mikill fylgismaður alls jafnréttis en tek skýrt fram að í mínum bókum er jákvæð mismunun ekki jafnrétti og sjaldan rétta leiðin að málamiðlunum en það er líklega vegna þess að mér finnst jafnrétti sjálfsagt. Jafnréttiskend mín fer stundum fyrir brjóstið á öðrum því mér er yfirleitt fyrirmunað að dilkadraga fólk. Allir eiga sama rétt og við erum eins ólík og við erum mörg en mismunurinn felst í einstaklingseðli og skapgerð okkar fremur en kynferði, kynhneigð eða útlitslegum sérkennum. Alla vega þetta var allt of langur og pólitískur formáli. Það sem var að brjótast um í mínum kolli var möguleg ástæða þess að skák er enn í dag kynjaskipt íþrótt. Ég skil upp að vissu marki kynjaskiptar greinar þegar kemur að líkamlegum möguleikum en ég vissi ekki að litningarnir okkar hefðu áhrif á gáfur og kænsku. Það er vissulega satt að færri stelpur tefla en strákar en það er menningarleg arfleið sem er kennd eins og það að gefa strákum bíla og stelpum dúkkur. Ég veit að Adam er sagður koma á undan Evu og karlar í gegnum aldirnar hafa verið gerendur og konur setið á hliðarlínunni en við lifum í nútímanum. Feðraveldið er að lúffa fyrir náttúruvalinu á gríðarlega mörgum vígstöðvum - er ekki kominn tími á skákina? Tiger Woods er búinn að sigrast á golfsnobbinu!
ps. Konan og allir "aðrir" hafa alltaf verið jafnokar feðraveldisins sem vissi upp á sig skömmina og óttaðist bælda jafnoka sína. Annarleikinn er aðeins ógn eins og drottninginn á skákborðinu, þegar hann er gerður framandi, þegar sérstakar reglur gilda fyrir útskúfaða. Það virkar á báða bóga, hinir útvöldu sem feðraveldið hampar, líða einnig oft fyrir mismununarreglur. Heimur batnandi fer en Róm var ekki byggð á einum degi. Herramennska er til dæmis ágæt leið til að heilla tilvonandi maka en hver segir að biðillinn þurfi endilega að vera karlkyns?
ps. Konan og allir "aðrir" hafa alltaf verið jafnokar feðraveldisins sem vissi upp á sig skömmina og óttaðist bælda jafnoka sína. Annarleikinn er aðeins ógn eins og drottninginn á skákborðinu, þegar hann er gerður framandi, þegar sérstakar reglur gilda fyrir útskúfaða. Það virkar á báða bóga, hinir útvöldu sem feðraveldið hampar, líða einnig oft fyrir mismununarreglur. Heimur batnandi fer en Róm var ekki byggð á einum degi. Herramennska er til dæmis ágæt leið til að heilla tilvonandi maka en hver segir að biðillinn þurfi endilega að vera karlkyns?
fimmtudagur, september 06, 2007
Geislaðu mig upp Skotta!

Ef ég vissi ekki betur myndi ég segja að geimverurnar væru komnar að ná í okkur. Ég tók þessa mynd úr bakgarðinum hjá mér rétt í þessu. Skilin milli kvikmyndaheimsins sem ég lifi mig inn í á hverju kvöldi og raunveruleikans eru skemmtilega óljós núna. Hversu margir ætli hringi í almannavarnair hehe :)
þriðjudagur, ágúst 28, 2007
Í morgun vaknaði ég klukkan 04:40...
...síðan þá hef ég rúntað til Keflavíkur, farið í hörku-leikfimitíma og sturtu, viðrað Nóa minn í klukkutíma og er nú komin á Þjóðarbókhlöðunar. Ég er að undirbúa mig fyrir starf sem mér bíðst ef ég stenst smá inntökupróf. Það fælist í að ég fengi borgað fyrir að gera það sem mér finnst skemmtilegast, liggja yfir góðum kvikmyndum. Segi ekki meir fyrr enn ég er viss um að hafa fengið starfið :)
Um helgina var ég í akkorði við að endurskrifa kynningarefni fyrir fransk/íslenska ævintýramynd sem líklega verður tekin upp á Snæfellsjökli næsta sumar. Mér bíðst hellings vinna í kringum hana og kannski tvær aðrar heimildarmyndir ef ég hef áhuga. Það er sem sagt nóg að gera hjá mér þessa dagana. Lokaritgerðin mín fær þó forgang a.m.k. þessa vikuna :)
Um helgina var ég í akkorði við að endurskrifa kynningarefni fyrir fransk/íslenska ævintýramynd sem líklega verður tekin upp á Snæfellsjökli næsta sumar. Mér bíðst hellings vinna í kringum hana og kannski tvær aðrar heimildarmyndir ef ég hef áhuga. Það er sem sagt nóg að gera hjá mér þessa dagana. Lokaritgerðin mín fær þó forgang a.m.k. þessa vikuna :)